Sameiginleg atkvæðagreiðsla um verkfall hófst kl. 8 í morgun og lýkur henni kl. 24:00 þann 30.mars 2015. Kosningin er rafræn og munu félagar á kjörskrá fá lykilorð send í bréfpósti í dag. Það er afar mikilvægt að allir nýti atkvæðisréttinn sinn og taki afstöðu í þessari mikilvægu kosningu!
Sameiginleg atkvæðagreiðsla um verkfall hófst kl. 8 í morgun og lýkur henni kl. 24:00 þann 30.mars 2015. Kosningin er rafræn og munu félagar á kjörskrá fá lykilorð send í bréfpósti í dag. Lykilorðið er svo notað til að greiða atkvæði á heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands en þar má einnig nálgast ýmsar upplýsingar varðandi atkvæðagreiðsluna og verkfallsaðgerðir.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að tölvu geta að sjálfsögðu komið hingað á skrifstofuna okkar í Borgarmýri 1 og fengið að kjósa hér.
Það er afar mikilvægt að allir nýti atkvæðisréttinn sinn og taki afstöðu í þessari mikilvægu kosningu!