Skip to main content
Aldan

Kjarasamningur samþykktur

By June 22, 2015No Comments

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta. Starfsgreinasambandið fór með umboð 15 aðildarfélaga í viðræðunum og hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu um samninginn. Í heildina var kjörsókn rúmlega 25%, já sögðu 79,95% en nei sögðu 18,43%.
Auðir seðlar voru 1,62%. Á kjörskrá voru 9.589 manns.

Niðurstöðurnar voru alls staðar afgerandi og teljast samningarnir á hinum almenna vinnumarkaði sem undirritaðir voru 29. maí síðastliðinn því samþykktir hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífandi stéttarfélagi, Einingu – Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Samstöðu stéttarfélagi, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Þórshafnar.

 Hér má sjá  niðurstöður atkvæðagreiðslunnar hjá hverju félagi fyrir sig.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com