Skip to main content
Aldan

Ungliðar hittast í Grindavík

By May 30, 2016No Comments

Dagana 1.-2. júní næstkomandi mun rúmlega 20 manna hópur ungs fólk frá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hittast á tveggja daga fundi í húsakynnum Verkalýðsfélagsins í Grindavík. Er þetta í fyrsta skipti sem sambandið stefnir ungliðum félaganna saman á þennan hátt, en markmiðið með fundarhöldunum er m.a. að vekja áhuga ungs fólks á málefnum verkalýðshreyfingarinnar og um leið hvetja þau til að taka virkan þátt í starfsemi sinna stéttarfélaga.

Dagana 1.-2. júní næstkomandi mun rúmlega 20 manna hópur ungs fólk frá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hittast á tveggja daga fundi í húsakynnum Verkalýðsfélagsins í Grindavík. Er þetta í fyrsta skipti sem sambandið stefnir ungliðum félaganna saman á þennan hátt, en markmiðið með fundarhöldunum er m.a. að vekja áhuga ungs fólks á málefnum verkalýðshreyfingarinnar og um leið hvetja þau til að taka virkan þátt í starfsemi sinna stéttarfélaga. Dagskráin er afar fjölbreytt og er lagt upp með að hafa hana bæði fróðlega og skemmtilega. Fjöldi áhugaverðra fyrirlesara munu fjalla um hin ýmsu málefni, m.a. samningatækni, hvernig á að koma sér á framfæri, hvernig á að fá sínu framgengt á fundum o.fl.

Dagskráin:

1. júní 2016

12:00     Þátttakendur kynna hver annan: Drífa setur fundinn og Árni Steinar leiðir kynninguna.

12:30     Hádegisverður.

13:30     Að semja um allt og ekkert: Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur kynnir leyndardóma samningatækni og samningaleiki.

15:00     Kaffi.

15:30     Að koma sér á framfæri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir blaðakona og leikkona fer yfir helstu trikkin í bókinni.

16:30     Að haga sér á fundum og fá sínu framgengt: Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður skautar yfir helstu reglur um fundi og fundarsköp.

17:30     Fundi frestað.

18:30     Matur og kvöldvaka.

 

2. júní 2016

10:00     Að verða verkalýðsleiðtogi – möguleikar til fræðslu og þátttöku í hreyfingunni: Hrönn Jónsdóttir og Svanborg Hilmarsdóttir fulltrúar í stjórn ASÍ UNG kenna listina að verða verkalýðsleiðtogi.

11:00     Það sem við viljum sagt hafa við formenn SGS: Drífa Snædal tekur saman niðurstöður, vangaveltur og skilaboð til formanna SGS.

12:00     Fundaslit.

12:30     Sameiginlegur hádegisverður með formönnum og varaformönnum SGS

13:30     Formannafundur – fulltrúar meðal þátttakenda kynna niðurstöðurnar fyrir formönnum SGS.

14:30     Heimferð.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com