Skip to main content
Aldan

Forvarnarverkefni gegn mansali hlýtur styrk

By June 20, 2016No Comments

Þann 19. júní var úthlutað 100 milljónum úr jafnréttissjóði og hlaut verkefni sem Starfsgreinasambandið er í forsvari fyrir 2 milljónir. Verkefnið heitir „Gegn mansali – samvinna yfir landamæri“ og er markmið verkefnisins að auka þekkingu hér á landi á mansali, miðla þeirri vinnu sem unnin hefur verið síðustu tvö árin og styrkja tengsl við erlenda aðila til að auðvelda samstarf í framtíðinni.

Þann 19. júní var úthlutað 100 milljónum úr jafnréttissjóði og hlaut verkefni sem Starfsgreinasambandið er í forsvari fyrir 2 milljónir. Verkefnið heitir „Gegn mansali – samvinna yfir landamæri“ og er markmið verkefnisins að auka þekkingu hér á landi á mansali, miðla þeirri vinnu sem unnin hefur verið síðustu tvö árin og styrkja tengsl við erlenda aðila til að auðvelda samstarf í framtíðinni. Styrkurinn verður nýttur til að koma á fundi með norrænum samstarfsaðilum innan verkalýðshreyfingarinnar, löggæslunnar og félagsþjónustunnar. Það fjallar um að búa til Norrænan vettvang fyrir þessa aðila til að hittast og fá upplýsingar um bestu aðferðirnar á hverjum stað til að berjast gegn mansali. Í því skyni er ætlunin að halda samnorrænan fund á haustdögum 2016 og í framhaldinu fræðslufund fyrir alla þá fjölmörgu aðila hér innanlands sem þurfa að vera vel upplýstir um stöðu mála. Verkefnið er einnig hugsað sem upptakturinn að þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi til að berjast gegn mansali.

Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands tók við styrknum við hátíðlega athöfn í Iðnó ásamt Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðallögfræðingi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Eddu Ólafsdóttur, sérfræðingi í málefnum innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda hjá Reykjavíkurborg.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com