Klukkan 10 í morgun var 35. þing Alþýðusambands Norðurlands sett á Illugastöðum í Fnjóskadal. 87 þingfulltrúar sitja þingið, þar af koma 8 frá Öldunni stéttarfélagi.
Klukkan 10 í morgun var 35. þing Alþýðusambands Norðurlands sett á Illugastöðum í Fnjóskadal. 87 þingfulltrúar sitja þingið, þar af koma 8 frá Öldunni stéttarfélagi. Helstu málefni þingsins verða vinnumarkaðsmál, menntamál, jafnréttismál og velferðarmál.
Að venju er dagskráin metnaðarfull en hún er sem hér segir:
Föstudagur 29. september 2017:
10:00 Setning þingsins
10:30 Vinnumarkaðurinn – fortíð – nútíð – framtíð.
Fækkun starfa og menntunarþörf
Róbert Farestveit hagfræðingur hjá ASÍ
11: 00 Kaffihlé
11:10 Raunheimar tækninnar
Andri Már Helgason frá Advania
11:40 Mikilvægi menntunar á vinnumarkaði
Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri hjá Símey
12:10 Hádegisverður
12:40 Hlutverk og gildi kjarasamninga á breyttum vinnumarkaði.
Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ
13:10 Er verkalýðshreyfingin fyrir ungt fólk á vinnumarkaði? Raddir framtíðar.
Hvað segja þeir sem landið munu erfa?
13:30 Kaffihlé
13:40 Kvennastörf – karlastörf. Er jafnrétti til staðar á vinnumarkaði í dag?
Tryggvi Hallgrímsson frá Jafnréttisstofu
14: 10 Önnur mál
14:20 AN 70 ár
Hákon Hákonarson flytur stutta samantekt um sögu AN.
14:50 Kaffihlé
15:20 Skipting í vinnuhópa –
Málefnahópar: vinnumarkaðsmál – menntamál, jafnréttismál og velferðarmál
Laugardagur 30. september 2017
10:00 Afgreiðsla og ályktanir
10:45 Ársreikningar 2015 og 2016
Fjárhagsáætlun 2017 – 2018
11:10 Kosningar
11:15 Önnur mál
11:30 Þingslit