6. þing Starfsgreinasambands Íslands verður sett á Hótel Selfossi í dag, 11. október, og mun standa yfir í tvo daga. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum sambandsins en Aldan á tvo fulltrúa á þinginu.
Dagskrá þingsins verður með hefðbundnu sniði en í takt við nýja tíma verður þingið rafrænt, þ.e.a.s. engum pappír verður dreift heldur munu gögn þingsins verða aðgengileg á sérstökum þingvef. Þá munu kosningar þingsins sömuleiðis fara fram með rafrænum hætti. Nokkrar nefndir verða starfandi á þinginu og ber þar helst að nefna kjara- og atvinnunefnd, húsnæðis- og velferðarnefnd, laganefnd auk fjárhags- og starfsháttanefndar.
Dagskrá þingsins :
Miðvikudagur 11. október
Kl. 10:00
Setning og ávörp gesta
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Kl. 10:45
Kosning þingforseta og ritara, kynning á
þingvef, álit kjörbréfanefndar, kosning
nefndanefndar
Kl. 11:00
Yfirlit yfir þróun og horfur í kjaramálum
Henný Hinz, aðalhagfræðingur ASÍ
Kl. 11:30
Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra SGS 2015-2017
Ársreikningar sambandsins 2015 og 2016
Kl. 11:45
Matarhlé
Kl. 13:00
Kynning á ályktunum, lagabreytingum, starfs- og fjárhagsáætlun
Lagabreytingar, fyrri umræða
Kl. 13:30
Formenn nefnda um sjúkrasjóð og félagsaðild kynna niðurstöður.
Almennar umræður
Kl. 15:00
Kaffihlé
Kl. 15:30
Nefndanefnd kynnir niðurstöður sínar
Nefndastörf (kjara- og atvinnunefnd, fjárhags- og starfsháttanefnd, húsnæðis- og velferðarnefnd, laganefnd og kjörnefnd)
——————————————————————————–
Fimmtudagur 12. október 2017
Kl. 09:00
Lagabreytingar, síðari umræða og afgreiðsla
Kl. 10:00
Almenn umræða
Afgreiðsla ályktana frá nefndum
Afgreiðsla starfs- og fjárhagsáætlunar
Ákvörðun um skatthlutfall
Kl. 12:30
Matarhlé
Kl. 13:30
Afgreiðslu mála fram haldið
Kl. 15:30
Kosning formanns SGS
Kosning varaformanns SGS
Kosning 5 aðalmanna í framkvæmdastjórn SGS
Kosning 5 varamanna í framkvæmdastjórn SGS
Kosning endurskoðenda og félagslegar skoðunarmanna reikninga
Kosning fastanefnda (Laganefnd og Kjörnefnd)
Kl. 17:00
Þingslit
——————————————————————————–
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) er landssamband almenns og sérhæfðs verkafólks. SGS er stærsta landssamband innan ASÍ, en 19 verkalýðsfélög eiga aðild að sambandinu með um 50 þúsund félagsmenn.
Aðildarfélög SGS eru þessi:
Efling-stéttarfélag, Vlf. Akraness, Stéttarfélag Vesturlands, Vlf. Snæfellinga, Vlf. Vestfirðinga, Vlsfél. Bolungarvíkur, Stéttarfélagið Samstaða, Aldan stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Vlf. Þórshafnar, Afl-Starfsgreinafélag, Vlf. Suðurlands, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Vfl. Grindavíkur, Vlsfél. Keflavíkur og nágrennis (VSFK), Vlsfél. Sandgerðis og Vlf. Hlíf.