Verslunarmannafélag Skagafjarðar mótmælir harðlega þeirri aðför að Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki sem að fyrirhuguð er samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarninnar fyrir árið 2011. Í ár var stofnuninni gert að skera niður um 11% og árið 2011 er niðurskurðurinn boðaður yfir 30%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi í Verslunarmannafélaginu.