Um áramótin verða tollar afnumdir á fatnaði og skóm. Um er að ræða ýmiskonar fatnað, t.d. notaðan fatnað, skó, höfuð- og leðurfatnað, loðskinn, fatnað úr plasti og gúmmíi, sem og fylgihluti þeirra, hnappa, tölur og rennilása.
Um áramótin verða tollar afnumdir á fatnaði og skóm. Þetta eru 324 tollskrárnúmer. Um er að ræða ýmiskonar fatnað, t.d. notaðan fatnað, skó, höfuð- og leðurfatnað, loðskinn, fatnað úr plasti og gúmmíi, sem og fylgihluti þeirra, hnappa, tölur og rennilása.
Afnám tolla af fatnaði og skóm á að skila 13% meðallækkun verðs til neytenda á þeim vörum sem áður báru tollinn. En þetta er ekki svona einfalt. Þegar skoðað er hlutfall þeirra vara í flokknum sem bera toll kemur í ljós að það eru aðeins 60% þeirra vara sem fluttar eru til landsins sem bera toll. Miðað við það hlutfall ætti afnámið að skila 7,8% lækkun á liðnum fatnaður og skór í vísitölu neysluverðs.
Þessar breytingar á tollum eru til hagsbóta fyrir neytendur. Í töflunni hér að neðan má sjá nokkur dæmi um 13% lækkun á hinum ýmsum fatnaði.
Vara | fyrir lækkun | eftir lækkun | lækkun í kr. |
2 pör af sokkum í pakka | 1.990 | 1.731 | 259 |
Náttgalli | 4.570 | 3.976 | 594 |
Brjóstahaldari | 8.900 | 7.743 | 1.157 |
Peysa | 13.990 | 12.171 | 1.819 |
Barnaúlpa | 14.624 | 12.723 | 1.901 |
Gallabuxur | 16.990 | 14.781 | 2.209 |
Kjóll | 35.700 | 31.059 | 4.641 |
Leðurstígvél | 46.995 | 40.886 | 6.109 |
Úlpa fyrir fullorðinn | 69.500 | 60.465 | 9.035 |
Verðlagseftirlitið vonast til þess að afnám tollanna á fatnað og skóm skili sér sem fyrst til neytenda með lækkun á vöruverði. Mun verðlagseftirlit Alþýðusambandsins fylgjast vel með breytingunum og hvetur neytendur til hins sama.