Skip to main content

Á Norðurlandaþingi stéttarfélaga starfsfólks í ferðaþjónustu nýverið var fjallað um stöðu starfsfólks og áskoranir innan ferðaþjónustunnar. Störf í þjónustunni einkennast af lítilli menntun, miklum fjölda kvenna í stéttinni og árstíðasveiflum í starfsmannahaldi. Réttindi starfsfólks eru lakari í þessum geira en annars staðar og er mikið um útvistun hjá fyrirtækjum og starfsfólki boðið uppá núlltímasamninga.

Á Norðurlandaþingi stéttarfélaga starfsfólks í ferðaþjónustu nýverið var fjallað um stöðu starfsfólks og áskoranir innan ferðaþjónustunnar. Störf í þjónustunni einkennast af lítilli menntun, miklum fjölda kvenna í stéttinni og árstíðasveiflum í starfsmannahaldi. Réttindi starfsfólks eru lakari í þessum geira en annars staðar og er mikið um útvistun hjá fyrirtækjum og starfsfólki boðið uppá núlltímasamninga (sem er raunar ólöglegt hér á landi). Töluvert var rætt um deilihagkerfið eða Airbnb-væðinguna og áhrif þess á starfsfólk. Deilihagkerfið hefur þau áhrif að meira er um svarta atvinnustarfsemi og hótel bjóða ekki uppá jafn góð kjör til starfsfólks þar sem þau þurfa að lækka verð til að geta verið í samkeppni við Airbnb. Þá gerir þessi breyting það að verkum að húsnæðisverð hækkar og erfitt er fyrir starfsfólk að fá leigt húsnæði.

Mörg hótel hafa tekið uppá því að bjóða gestum að leggja sitt af mörkum til umhverfisverndar með því að afþakka til dæmis hreingerningu daglega. Þetta hefur þau áhrif á starfsfólk að stöðugildum fækkar og oft eykur það álag á þá sem fyrir eru þar sem krafan er að þrífa ákveðið mörg herbergi á dag en ef herbergi hefur ekki verið þrifið í þrjá daga þá er meiri vinna en ella að þrífa það.

Síðustu ár hefur kastljósinu verið beint að öryggi starfsfólks innan hótelgeirans og þá sérstaklega með tilliti til kynferðislegrar áreitni. Sýndar voru auglýsingar þar sem konur í þjónustubúningum voru hlutgerðar og leitt að því líkum að það yki á kynferðislega áreitni og þar með óöryggi starfsfólks. Það eykur á óöryggið að innan ferðaþjónustunnar er eðli málsins samkvæmt haft áfengi um hönd og jafnvel aðrir vímugjafar. Að lokum var fjallað um það að fyrirtæki ráða í meira mæli til sín fólk sem er „öðruvísi“ og hefur skemmtanagildi fyrir gestina frekar en að líta á reynslu og þekkingu starfsfólks í greininni. Þannig eru atvinnuviðtöl nánast orðin eins og raunveruleikasjónvarp frekar en á faglegu nótunum. Starfsfólk á að vera hresst og fallegt frekar en hæft og menntað.

Niðurstaðan sem kynnt var á fundinum er að þær ógnanir sem starfsfólk í ferðaþjónustunni stendur frammi fyrir er: Áhrif deilihagkerfisins, aukið álag í tengslum við umhverfisstefnu hótela, kynferðisleg áreitni, umgengni við vímugjafa og krafan um að fólk sé skemmtikraftar frekar en fagfólk.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com