Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hófst kl. 8:00 í morgun, 1. desember, og stendur hún til miðnættis 8. desember nk. en niðurstöður kosningar verða kynntar daginn eftir. Allir kosningabærir félagsmenn fá send heim kjörgögn sem ættu að berast með póstinum í dag.
Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hófst kl. 8:00 í morgun, 1. desember, og stendur hún til miðnættis 8. desember nk. en niðurstöður kosningar verða kynntar daginn eftir.
Allir kosningabærir félagsmenn fá sendan heim kynningarbækling sem ætti að berast með póstinum í dag. Þar má lesa sér til um helstu atriði samningsins og fá lykilorð viðkomandi til að kjósa.
Til að greiða atkvæði fara félagsmenn inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins og smella þar á „Kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þar getur viðkomandi greitt atkvæði með því að nota lykilorðið sem er á forsíðu kynningarbæklingsins.
Einnig má koma við á skrifstofu félagsins og kjósa þar en þá er nauðsynlegt að hafa lykilorðið sitt meðferðis.
- Samningurinn í heild sinni
- Röðun starfa í launaflokka skv. starfsmati
- Glærukynning um samninginn.
- Kynningarbæklingur um samninginn.
Við hvetjum alla sem starfa eftir þessum samningi að nýta rétt sinn og taka afstöðu með því að kjósa.