Skip to main content
Aldan

Atkvæðagreiðsla hafin um kjarasamning við sveitarfélögin

By December 1, 2015No Comments

Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hófst kl. 8:00 í morgun, 1. desember, og stendur hún til miðnættis 8. desember nk. en niðurstöður kosningar verða kynntar daginn eftir. Allir kosningabærir félagsmenn fá send heim kjörgögn sem ættu að berast með póstinum í dag.

Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hófst kl. 8:00 í morgun, 1. desember, og stendur hún til miðnættis 8. desember nk. en niðurstöður kosningar verða kynntar daginn eftir.

Allir kosningabærir félagsmenn fá sendan heim kynningarbækling sem ætti að berast með póstinum í dag.  Þar má lesa sér til um helstu atriði samningsins og fá lykilorð viðkomandi til að kjósa.

Til að greiða atkvæði fara félagsmenn inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins og smella þar á „Kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þar getur viðkomandi greitt atkvæði með því að nota lykilorðið sem er á forsíðu kynningarbæklingsins.
Einnig má koma við á skrifstofu félagsins og kjósa þar en þá er nauðsynlegt að hafa lykilorðið sitt meðferðis.

Við hvetjum alla sem starfa eftir þessum samningi að nýta rétt sinn og taka afstöðu með því að kjósa.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com