Sýnum ábyrgð, tökum afstöðu !
Rafræn atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um kjarasamning SGS og SA vegna starfa á almennum vinnumarkaði. Mikilvægt er að félagsmenn nýti kosningaréttinn sinn og taki afstöðu til samningsins.
Rafræn atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um kjarasamning SGS og SA vegna starfa á almennum vinnumarkaði.
Félagsmenn á kjörskrá fengu send kjörgögn í pósti og framan á kynningarbæklinginum er lykilorð sem notað er til að opna aðgang að kosningunni. Þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að tölvu geta að sjálfsögðu kosið hér á skrifstofu félagsins.
Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og hafa samband við skrifstofu Öldunnar eða skrifstofu SGS ef einhverjar spurningar vakna. Þá er rétt að benda á heimasíðu SGS sem inniheldur mikið magn gagnlegra upplýsinga er varða kjarasamninginn.
Ef einhver telur sig eiga að vera á kjörskrá en fær ekki send kjörgögn þá getur viðkomandi kært sig inn á kjörskrá. Sá hinn sami þarf þá að hafa samband við skrifstofu félagsins. Í framhaldinu er málið sent til kjörstjórnar sem mun taka afstöðu til þess.
Mikilvægt er að félagsmenn nýti kosningaréttinn sinn og taki afstöðu til samningsins og Aldan hvetur félagsmenn því eindregið til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Sýnum ábyrgð, tökum afstöðu !