Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári.
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.
Eftirfarandi upphæðir miðast við fullt starf en reiknast annars miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.
Starfsmenn á almennum markaði fá 82.000 krónur.
Greiða skal fyrir 15. desember.
Starfsmenn ríkisins fá 82.000 krónur.
Greiða skal 1. desember.
Starfsmenn sveitarfélags fá 106.250 krónur.
Greiða skal 1. desember.
Starfsmenn Hádranga fá 106.250 krónur.
Greiða skal fyrir 21. desember.
Starfsmenn Steinullar fá 162.665 krónur sem greiðast í desember.
Allar frekari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins.