Minnum á desemberuppbótina. Full desemberuppbót miðast við fullt starf en reiknast annars miðað við starfshlutfall og starfstíma. Upphæðina skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof.
Félagsmenn Öldunnar eiga rétt á desemberuppbót samkvæmt kjarasamningum.
Upphæðina skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof.
Starfsmenn á almennum markaði fá 73.600 krónur.
Greiða skal fyrir 15. desember.
Starfsmenn ríkisins fá 73.600 krónur.
Greiða skal fyrir 1. desember.
Starfsmenn sveitarfélags fá 93.500 krónur.
Greiða skal fyrir 1. desember.
Starfsmenn Hádranga fá 93.500 krónur.
Greiða skal fyrir 21. desember.
Starfsmenn Steinullar fá 135.660 krónur sem greiðast í desember.
Þessar tölur miðast við fullt starf en reiknast annars miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.
Allar frekari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins.