Við hvetjum félagsmenn okkar til að halda áfram að fylgjast með vöruverði í verslunum og senda inn ábendingar um verðbreytingar inn á heimasíðuna vertuaverdi.is
Við hvetjum félagsmenn okkar til að halda áfram að fylgjast með vöruverði í verslunum og senda inn ábendingar um verðbreytingar inn á heimasíðuna vertuaverdi.is
Hægt er að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum með því að senda inn farsímamyndir eða skilaboð á vefinn og sömuleiðis er hægt að láta vita af því sem vel er gert og vekja athygli á verðlækkunum.
Markmiðið með þessu átaki sem aðildarfélög ASÍ standa fyrir er tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir.
Hins vegar að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags.
Okkur finnst öllum komið nóg af verðhækkunum.
Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar !