Ríkissáttasemjari boðaði, í samstarfi við helstu samtök og stéttarfélög á vinnumarkaði, til tveggja funda um samningagerð, umgjörð kjarasamninga og sameiginleg verkefni. Fyrri fundurinn var haldinn í gær, þann 5. nóvember, og sá seinni verður haldinn 12. nóvember nk.
Fundinn sátu fyrir hönd Öldunnar, Þórarinn Sverrisson formaður félagsins auk Bjarka Tryggvasonar, formanns sjómannadeildarinnar.
Á fundinum í gær flutti sérfræðingur frá Harvardháskóla erindi um samningatækni og fulltrúar frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð kynntu þá lagaumgjörð og tilhögun við gerð kjarasamninga sem tíðkast í þeirra heimalöndum.