Félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa hjá sveitarfélögum fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í félagsmannasjóð SGS vegna vinnu þeirra á síðasta ári.
Félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa hjá sveitarfélögum fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í félagsmannasjóð SGS. Í dag, 1. febrúar 2021, verður greitt úr sjóðnum í fyrsta skipti. Þeim félagsmönnum sem komið hafa nauðsynlegum upplýsingum á framfæri við sitt stéttarfélag eða SGS, og launagreiðandi skilað framlögum munu berast greiðslur í dag.
Berist ekki greiðslur er viðkomandi bent á að hafa samband við SGS með tölvupósti á netfangið sgs@sgs.is.
Miðað er við að greiða aftur úr sjóðnum 1. mars næstkomandi.