Skip to main content
Aldan

Launahækkanir 2017

By April 27, 2017No Comments

Þann 1.maí hækka laun og launatengdir liðir hjá starfsfólki á almennum vinnumarkaði en laun starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum hækka þann 1.júní. Orlofsuppbót hjá starfsfólki sveitarfélags skal greidd 1.maí en hjá ríkisstarfsmönnum og starfsfólki á almennum vinnumarkaði skal hún greidd 1.júní.

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði:

  • Þann 1. maí hækka laun og launatengdir liðir um 4,5%.
  • Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf skal vera 280.000 frá 1. maí 2017.
  • Starfsmenn fá 46.500 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf.
  • Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar í 10% 1. júlí 2017.
  • Starfsmenn fá 86.000 kr. í desemberuppbót ekki síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.

Starfsfólk sveitarfélaga:

  • Þann 1. júní hækka laun um 2,5% auk þess sem launataflan breytist og hækkar um 1,7% að auki.
  • Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf skal vera 280.000 frá 1. júní 2017.
  • Starfsmenn fá 46.500 kr. í orlofsuppbót 1. maí, miðað við fullt starf.
  • Starfsmenn fá 110.750 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf.

Starfsfólk ríkisins:

  • Þann 1. júní hækka laun um 4,5%. Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf skal vera 280.000 frá 1. júní 2017.
  • Starfsmenn fá 46.500 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf.
  • Starfsmenn fá 86.000 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf.
Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com