Skip to main content
Aldan

Launamunur kynjanna um 16 %

By October 26, 2017No Comments

Óleiðréttur launamunur kynjanna var 16,1% árið 2016 en hann var 17% árið 2015. Launamunurinn var rúmlega 16% bæði á almennum vinnumarkaði og hjá ríkisstarfsmönnum en rúm 8% hjá starfsmönnum sveitarfélaga þar sem launadreifing er almennt minni.

Óleiðréttur launamunur kynjanna var 16,1% árið 2016 en hann var 17% árið 2015. Launamunurinn var rúmlega 16% bæði á almennum vinnumarkaði og hjá ríkisstarfsmönnum en rúm 8% hjá starfsmönnum sveitarfélaga þar sem launadreifing er almennt minni. Reiknað er tímakaup karla annars vegar og kvenna hins vegar og mismunur þess sem hlutfall af meðaltímakaupi karla túlkað sem óleiðréttur launamunur. Tímakaupið nær til grunnlauna, fastra álags- og bónusgreiðslna auk yfirvinnu.

Heildarlaun kvenna voru að meðaltali 22% lægri en heildarlaun karla árið 2016. Heildarlaun karla voru að meðaltali 742 þúsund krónur og heildarlaun kvenna 582 þúsund krónur. Vinnutími skýrir að hluta til hærri heildarlaun karla en kvenna fyrir fullt starf. Karlar í fullu starfi unnu að jafnaði meira en konur í fullu starfi og voru greiddar stundir karla að meðaltali 189,1 á mánuði árið 2016 en 179,7 hjá konum. Þannig var minni munur á grunnlaunum fullvinnandi launamanna eftir kyni eða um 12% enda yfirvinna ekki hluti grunnlauna. Munurinn á reglulegum launum karla og kvenna, þ.e. grunnlaun auk fastra bónus- og álagsgreiðslna, var rúm 15%.

Nánar má lesa um málið á vef Hagstofunnar.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com