Í gær hélt Starfsgreinasamband Íslands, í samstarfi við Samtök fiskvinnslustöðva, námskeið á Akureyri vegna afkastahvetjandi launakerfa í fiskvinnslum.
Í gær hélt Starfsgreinasamband Íslands, í samstarfi við Samtök fiskvinnslustöðva (SF), námskeið á Akureyri vegna afkastahvetjandi launakerfa í fiskvinnslum.
Ágúst Marinósson og Erla Björk Helgadóttir voru meðal þeirra sem sátu námskeiðið en bæði starfa þau hjá FISK Seafood. Kennari var Bragi Bergsveinsson, fyrrverandi tæknifræðings hjá SF og var farið yfir sögu launakerfanna, uppbyggingu á staðaltíma auk þess að fara ýtarlega yfir þau launakerfi sem notuð eru í fiskvinnslum landsins. Fundurinn þótti takast afar vel, enda voru þátttakendur mjög áhugasamir um efnið og tóku virkan þátt í þeim umræðum sem sköpuðust.