Skip to main content
VMF

Nokkuð er um hækkanir á gjaldskrám leikskóla

By January 28, 2014No Comments

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2013 til 1. janúar 2014. Átta sveitarfélög af 15 hafa ekki hækkað hjá sér gjaldskrána síðan í fyrra.

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2013 til 1. janúar 2014. Átta sveitarfélög af 15 hafa ekki hækkað hjá sér gjaldskrána síðan í fyrra. Fimm sveitarfélög hafa hækkað gjaldskrána á milli ára eða á árinu 2013 en það eru Hafnarfjörður, Akureyri, Akranes, Vestmannaeyjar og Fljótsdalshérað.

Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma vistun ásamt fæði, er í Vestmannaeyjum eða um 15% og á Akranesi um 2%. Níu tíma vistun hefur einnig hækkað um 1-9%. Langmesta hækkunin, líkt og í 8 tíma vistun ásamt fæði, var í Vestmannaeyjum um 9%. Ekkert sveitarfélag hefur lækkað hjá sér gjaldskrána milli ára. Forgangshópar eru ekki undanþegnir gjaldskráhækkunum.

Fjarðarbyggð dró hækkun á leikskólagjöldum og fæði til baka fyrri hlutan í janúar og er því sama gjaldskrá í gildi og í fyrra. 

8 tíma vistun ásamt fæði, almenn gjaldskrá
Mikill verðmunur er á hæstu og lægstu gjaldskrá sveitarfélaganna fyrir 8 tíma vistun ásamt fæði. Hæsta gjaldið fyrir þessa þjónustu er 35.160 kr. í Garðabæ en lægst í Reykjavík 25.880 kr. sem er 9.280 króna verðmunur á mánuði eða 36%. Mest hækkaði gjaldskráin í Vestmannaeyjum eða um 14,6% úr 29.829 kr. í 34.189 kr. eða um 4.360 kr. á mánuði og á Akranesi hækkaði gjaldið um 2,3% úr 32.278 kr. í 33.006 kr. en Hafnarfjörður og Akureyri hafa hækkað minna. Þau sveitarfélög sem ekki hafa hækkað gjaldskrá sína milli ára eru Reykjavík, Kópavogur, Skagafjörður, Árborg, Reykjanesbær, Seltjarnarnes, Ísafjörður, Fljótsdalshérað, Garðabær, Fjarðarbyggð og Mosfellsbær. Lesa meira.

 

Nánari upplýsingar í töflu á heimasíðu ASÍ.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com