Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu, 1. maí – 30. apríl ár hvert, eiga rétt á fullri uppbót en annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Við hvetjum félagsmenn til að skoða launaseðlana vel og athuga hvort uppbótin og almennar launahækkanir skili sér ekki örugglega.
Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu, 1. maí – 30. apríl ár hvert, eiga rétt á fullri uppbót en annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina.
Full orlofsuppbót ( fyrir 100 % starf) árið 2017 er 46.500 krónur.
Starfsmenn sveitarfélaga eiga að hafa fengið orlofsuppbótina greidda þann 1.maí síðastliðinn en
starfsmenn á almennum markaði og hjá ríki skulu fá hana greidda 1.júní.
Þá áttu laun starfsfólks á almennum vinnumarkaði að hækka 1.maí en þann 1.júní hækka þau hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga.
Við hvetjum félagsmenn til að skoða launaseðlana vel og athuga hvort orlofsuppbótin og almennar launahækkanir skili sér ekki örugglega.