Skip to main content
Stéttarfélag.is

Staðan í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög

By December 20, 2019No Comments

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann seinnagang sem verið hefur í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga og Ríkið. Það er algerlega óboðlegt fyrir félagsmenn að kjaraviðræður hafi staðið núna meira og minna frá vormánuðum án þess að skila niðurstöðu.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann seinnagang sem verið hefur í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga og Ríkið. Það er algerlega óboðlegt fyrir félagsmenn að kjaraviðræður hafi staðið núna meira og minna frá vormánuðum án þess að skila niðurstöðu.
 
Í stuttu máli er staðan núna fyrir hátíðarnar þessi: Settur hefur verið á fót vinnuhópur um málefni vaktavinnufólks og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu. Að þeim hópi eiga aðild fulltrúar opinberra aðila og SGS, BSRB og fleiri. Þessi vinna skiptir miklu máli fyrir gerð heildarsamningsins en því miður hefur hún ekki gengið eins hratt og vonast var eftir.
 
Samninganefndir SGS og Eflingar og sveitarfélaganna funduðu hjá Ríkissáttasemjara 19. desember og er næsti fundur boðaður 13. janúar, en ekki var talin ástæða til að boða hann fyrr meðan vaktavinnuhópurinn hefur ekki lokið störfum.
 
Samninganefnd SGS og Eflingar átti fund með samninganefnd ríkisins 16. desember síðastliðinn og er næsti fundur boðaður 8. janúar. Málefni vaktavinnufólks skipta einnig miklu máli í þessum viðræðum.
 
SGS hefur á undanförnum vikum og dögum lagt gríðarlega áherslu á að að vinnu í vinnuhópnum um vaktavinnu sé í algerum forgangi og ekki sé hægt að ljúka fjölmörgum öðrum atriðum fyrr en niðurstaða hópsins liggur fyrir.
 
Það er ljóst að þolinmæði félagsmanna aðildarfélaga SGS er senn á þrotum og ef ekki fer að sjá til lands í samningum aðila verður að leita annara leiða til að ná fram niðurstöðu fyrir okkar fólk.
 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com