Skip to main content

Stjórnvöld, bæði ríkisstjórn og sveitarstjórnir, bera sérstaka ábyrgð á að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eyða óvissu og stuðla að frekari uppbyggingu og fjárfestingum. Þetta er meðal þess sem segir í ályktun miðstjórnar ASÍ frá í gær.

Ályktun miðstjórnar ASÍ


Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu efnahags- og atvinnumála. Ríkisstjórn og Alþingi verða að gera sér grein fyrir því að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hefur lækkað verulega s.l. misseri. Atvinnuleysi mælist nú hærra en nokkru sinni fyrr, eða 9,3% sem jafngildir því að rúmlega 15.000 manns séu án atvinnu og horfurnar eru ekki bjartar. Þessi staða er með öllu ólíðandi og aðgerðaleysi óásættanlegt með öllu.


Miðstjórn ASÍ telur að nú skipti höfuðmáli að koma hjólum efnahags- og atvinnulífsins í gang aftur og auka verðmætasköpun í landinu þannig að hægt verði að ráða fólk í vinnu og hækka laun. Einungis þannig getur þjóðin unnið sig út úr þeim mikla efnahagsvanda sem hún glímir nú við. Til þess þurfa allir að leggja sitt af mörkum.


Miðstjórn ASÍ krefst þess að allir axli sinn hluta af ábyrgðinni og vinni að þessu sameiginlega markmiði. Stjórnvöld , bæði ríkisstjórn og sveitarstjórnir, bera sérstaka ábyrgð á að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eyða óvissu og stuðla að frekari uppbyggingu og fjárfestingum. Alþingi verður að ljúka þessari erfiðu ICESAVE deilu sem allra fyrst til að auðvelda aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og stuðla að hraðari vaxtalækkun. Hraða verður vinnu vegna undirbúnings stórframkvæmda, sérstaklega í skipulagsmálum. Þá verða stjórnvöld að gera átak í mannaflsfrekum framkvæmdum, hvort heldur sem er í eigin nafni eða einkaframkvæmdir, og þiggja tilboð lífeyrissjóðanna um fjármögnun slíkra verkefna.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com