Greiðslur úr vinnudeilusjóði miðast við kauptryggingu og greiðast þær hálfsmánaðarlega frá og með 2.janúar 2017. Sækja skal um greiðslur á þar til gerðum eyðublöðum á skrifstofu félagsins.
Greiðslur miðast við kauptryggingu og greiðast þær hálfsmánaðarlega frá og með 2.janúar 2017.
Eingöngu sjómenn sem voru á kjörskrá vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamning SSÍ við SFS eiga rétt á styrk úr sjóðnum meðan verkfall sjómanna stendur.
Umsókn skal vera skrifleg og er nauðsynlegt að nýjasta afrit af launaseðli fylgi með umsókninni, að öðrum kosti áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að hafna umsókn. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu félagsins.
Þeir sjómenn sem sækja vinnu annars staðar í verkfalli eiga ekki rétt á þessum greiðslum.