Dánarbætur
Dánarbætur eru greiddar vegna andláts virks sjóðfélaga. Rétt til dánarbóta eiga maki og börn undir 18 ára. Bótafjárhæðin er 180.000 kr. og miðast við launavísitölu 1.7.2007 og tekur sömu breytingum og hún.
Sá sem lætur af störfum eftir að 67 ára aldri er náð skal halda rétti til dánarbóta úr sjóðnum, í allt að 60 mánuði. Fullar dánarbætur eru greiddar fyrsta heila almanaksmánuð eftir að viðkomandi lætur af störfum. Upphæðin skal lækka um sem nemur einum sextugasta við hvern almanaksmánuð sem líður, þar til rétturinn fellur niður þegar sextíu mánuðir eru liðnir (5 ár).
Til baka
|