Vörugjöld af sykri, svonefndur sykurskattur, voru afnumin um síðustu áramót. Á sama tíma var virðisaukaskattur á matvöru hækkaður úr 7% í 11%. Áhrif breytinganna voru misjöfn eftir vörum, allt eftir því hve mikinn sykur/sætuefni viðkomandi vara innihélt og hvert verð hennar var í upphafi.
Vörugjöld af sykri, svonefndur sykurskattur, voru afnumin um síðustu áramót. Á sama tíma var virðisaukaskattur á matvöru hækkaður úr 7% í 11%. Áhrif breytinganna voru misjöfn eftir vörum, allt eftir því hve mikinn sykur/sætuefni viðkomandi vara innihélt og hvert verð hennar var í upphafi.
Dæmi um sætar mat- og drykkjarvörur sem báru vörugjald (sykurskatt)
- Sykur, molasykur, púðursykur o.þ.h. – 210 kr./kg.
- Gosdrykkir – 21 kr./l.
- Ís – 32 kr./l.
- Sultur, grautar, ávaxtamauk – 210 kr./kg. af viðbættum sykri
- Kex og sætabrauð – 210 kr./kg. af viðbættum sykri
- Súkkulaði og sælgæti – 210 kr./kg. af viðbættum sykri
- Sætar mjólkurvörur – 210 kr./kg. af viðbættum sykri
- Sætt morgunkorn – 210 kr./kg. af viðbættum sykri
Verðlagseftirlitið áætlaði að vöruflokkurinn sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. myndi lækka u.þ.b. um 10% að meðaltali, en í honum eru allar ofantaldar vörur nema sætar mjólkurvörur og morgunkorn.
Samkvæmt vísitölu neysluverðs lækkaði vöruflokkurinn hins vegar aðeins um 4,6% á tímabilinu ágúst 2014 til október 2015. Þetta er mun minni lækkun en verðlagseftirlitið áætlaði.