Skip to main content
Aldan

Montið og kjaraumræðan

By March 12, 2019No Comments

Það eru margir sem telja eftirspurn eftir sínum skoðunum í umræðunni um kjaramál sem nú er afar áberandi í samfélaginu. Margir hafa einnig áhyggjur af því að kröfur verkalýðshreyfingarinnar um launahækkanir fyrir þá lægst launuðu séu sérlega hættulegar og muni valda ferðaþjónustunni og samfélaginu öllu miklum skaða.

Það eru margir sem telja eftirspurn eftir sínum skoðunum í umræðunni um kjaramál sem nú er afar áberandi í samfélaginu. Margir hafa einnig áhyggjur af því að kröfur verkalýðshreyfingarinnar um launahækkanir fyrir þá lægst launuðu séu sérlega hættulegar og muni valda ferðaþjónustunni og samfélaginu öllu miklum skaða. Gott ef ekki að ganga af þessari mikilvægu atvinnugrein, sem skapar gjaldeyri og skilar miklu til samfélagsins, dauðri.

Hvernig væri nú að staldra aðeins við og hugsa.

Er það ásættanlegt og allt í lagi að hluti gjaldeyrissköpunar í ferðaþjónustunni sé  grundvallaður á því að sumir atvinnurekendur greiði starfsfólki laun miðað við taxta undir lágmarkstekjutryggingu?  Er það þolandi að atvinnugrein, sem á mannamótum stærir sig af þeim arði sem hún skili til ríkis og samfélagsins, byggi sína afkomu m.a. annars á því að borga þessi lágu laun?  Atvinnugrein sem telur ekki unnt að mæta réttmætum kröfum verkalýðshreyfingarinnar ætti kannski að vera með minni gorgeir. Það er klárlega ekkert til að hreykja sér af að berja sér á brjóst á meðan atvinnurekendur byggja afkomu sína og mont á því að neita að borga þeim lægst launuðu í samfélaginu mannsæmandi laun.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com