Skip to main content
Aldan

Oftar lækkanir en hækkanir á lausasölulyfjum á milli mælinga

By March 26, 2014No Comments

Meðalverð á lausasölulyfjum hefur oftar lækkað en hækkað síðastliðna 10 mánuði. Þetta kemur fram í samanburði á könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði nú í mars og könnun sem gerð var þann 15. maí 2013.

Meðalverð á lausasölulyfjum hefur oftar lækkað en hækkað síðastliðna 10 mánuði. Þetta kemur fram í samanburði á könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði nú í mars og könnun sem gerð var þann 15. maí 2013.

Meðalverð á algengum lausasölulyfjum lækkaði um 1-6% í um helmingi tilvika milli mælinga en einnig má sjá hækkanir á bilinu 1-4% í þriðjungi tilvika. Aðeins hjá Reykjavíkur Apóteki og Garðs Apóteki hefur verð nánast ekkert breyst frá því í fyrra, þrátt fyrir einstöku verðbreytingar. Flestar vörurnar hækkuðu hjá Apóteki Suðurnesja eða í 27 tilvikum af 30 og Lyfjavali Álftarmýri í 26 tilvikum af 30.

Af þeim 30 lausasölulyfjum sem borin eru saman á milli ára hafði meðalverð á 17 þeirra lækkað. Sem dæmi um vöru þar sem meðalverð hefur lækkað má nefna Nurofen Apelsin (40 mg./ml. – 50 ml.) sem er íbúprófen fyrir börn, en meðalverðið í maí 2013 var 937 kr. en er nú 895 kr. sem er 4% lækkun. Af öðrum vinsælum vörum apótekanna má nefna að meðalverð á ibúxin rabit (400 mg. – 30 stk.) hefur lækkað um 6% og nikótíntyggjóið Nicotinell lakrids (24 stk. – 2 mg.) hefur lækkað um 4%.

Meðalverð hefur hækkað í þriðjungi tilvika af þeim vörum sem bornar eru saman. Má nefna að meðalverð á vinsælli vöru eins og frunsukremi hefur hækkað, á Zovir (2 gr.) um 2% og Vectavir (2 gr. ) um 4% og nefúðarnir Otrivin ukonserveret og Otrivin Menthol (10 ml.) hafa hækkað um 1%.

Rétt er að benda á að gengi krónunnar hefur styrkst um 11% frá upphafi árs 2013 þar til nú og því hefði lyfjaverð átt að lækka enn frekar.

Sjá nánar í töflu á heimasíðu ASÍ.

Samanburðurinn var gerður í eftirtöldum apótekum: Apóteki Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11; Apótekaranum; Apótekinu, Furuvöllum 17; Garðs Apóteki, Sogavegi 108; Lyf og heilsu; Lyfju; Lyfjavali; Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22; Reykjavíkur Apóteki, Seljavegi 2; Rima Apóteki, Langarima 21; Skipholts Apóteki, Skipholti 50B; Urðarapóteki, Vínlandsleið 16; Akureyrarapóteki, Kaupangi við Mýrarveg; Apóteki Vesturlands, Smiðjuvöllum 32, Akranesi; Siglufjarðar Apóteki, Norðurgötu 4B; Apóteki Garðabæjar, Litlatúni 3; Apóteki Suðurnesja, Hringbraut 99 og Austurbæjar Apóteki, Ögurhvarfi 3.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í þessa könnun í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com