Skip to main content
Aldan

Sjómenn komnir í verkfall

By November 11, 2016No Comments

Í gærkvöldi, 10. nóvember, slitnaði uppúr viðræðum sjómanna og útvegsmanna um nýjan kjarasamning. Verkfall undirmanna á fiskiskipum skall því á kl. 23:00 í gærkvöldi en þetta er fyrsta verkfall sjómanna í 15 ár.

Í gærkvöldi, 10. nóvember, slitnaði uppúr viðræðum sjómanna og útvegsmanna um nýjan kjarasamning. Verkfall undirmanna á fiskiskipum skall því á kl. 23:00 í gærkvöldi. Þetta er fyrsta verkfall sjómanna í 15 ár.

Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands segir að ástæða þess að upp úr slitnaði sé fyrst og fremst deila um mönnun uppsjávarskipa og ísfisktogara. Sjómenn telja að alltof langt sé gengið í fækkun sjómanna í þessum skipaflokkum. Tillögur að lausn komu fram en ekki náðist niðurstaða í þessum málum.

Verkfallið nær til 3.500 sjómanna en sjómenn hafa verið samningslausir allt frá því í ársbyrjun 2011 þegar samningar losnuðu.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com