Fyrir helgina var skrifað undir nýjan stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Þetta er fyrsti stofnanasamningur sem gengið er frá við stofnunina sem varð til með sameiningu nokkurra heilbrigðisstofnana á Norðurlandi þann 1. október 2014.
Fyrir helgina var skrifað undir nýjan stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Þetta er fyrsti stofnanasamningur sem gengið er frá við stofnunina sem varð til með sameiningu nokkurra heilbrigðisstofnana á Norðurlandi þann 1. október 2014. Stéttarfélögin Aldan, Eining-Iðja, Framsýn og Samstaða voru áður hvert og eitt með samning við þær stofnanir sem urðu að HSN og því var nú í fyrsta sinn sem félögin gengu saman til samninga við HSN. Samningarnir voru áður mjög mismunandi en nú eru félögin komin með sama samninginn eins og stefnt var að.
HSN er með starfsstöðvar á Akureyri, Blönduósi, Dalvík, Fjallabyggð, Húsavík og Sauðárkróki.
Á myndinni má sjá fulltrúa stéttarfélaganna og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands að undirskrift lokinni.