Verðlagseftirlit ASÍ kannaði í síðustu viku verð á ýmsum vörum sem seldar eru í apótekum, s.s. bossakremi, sólarvörn, fæðubótarefni, smokkum og lúsasjampói.
Á heimasíðu ASÍ má finna frétt um könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í síðustu viku.
Kannað var verð á ýmsum vörum sem seldar eru í apótekum,
m.a. vörur eins og bossakrem, sólarvörn, fæðubótarefni, smokkar og lúsasjampó.
Farið var í 18 apótek en Árbæjarapótek, Lyfjaborg og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni.
Lægsta verðið var oftast að finna hjá Apóteki Hafnarfjarðar og Lyfjaveri en hæsta verðið var oftast að finna hjá Skipholts Apóteki.
Oftast var 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði á milli apótekanna en ekkert apótekanna átti allar vörurnar sem til skoðunar voru.